Leiðir til endurgreiðslu

Á Mínum síðum er hægt að skoða yfirlit yfir kröfur, endurgreiðsluáætlun og skila inn beiðni um endurgreiðslusamning.

Endurgreiðsluleiðir eru fjórar og eru blandaðar leiðir mögulegar:

1.   Leggja inn á reikning TR nr. 0001-26-30057, kt. 660269-2669.

Þegar greitt er fyrir annan aðila þarf kennitala þess sem greitt er fyrir að fylgja greiðslunni. Ef greitt er úr heimabanka skal einnig skrá nafn og kennitölu þess sem greitt er fyrir í skýringarsvæði og senda kvittun í tölvupósti úr heimabanka á netfangið  fjarvarsla@tr.is.

Upplýsingar fyrir þá sem ætla að leggja inn á reikning TR erlendis frá:
IBAN - IS43 0001 2603 0057 6602 6926 69.
SWIFT - SISLISRE

2.   Frádráttur af greiðslum.

Allt að 20% af mánaðarlegum greiðslum eru dregin upp í kröfu nema samið hafi verið um annað. Hægt er að semja um annan frádrátt.

3.  Mánaðarlegir greiðsluseðlar í heimabanka.

Greiðsluseðla er hægt að greiða mánaðarlega í heimabanka en einnig er hægt að setja þá í greiðsluþjónustu bankanna.

Frekari innheimta

Verði boðum um að greiða eða hafa samband til að semja um endurgreiðslu ekki sinnt, mun Tryggingastofnun senda kröfu í frekari innheimtu hjá Innheimtumiðstöð sýslumannsins á Blönduósi.

Nánari upplýsingar

Hægt er að semja um endurgreiðslu eða óska frekari upplýsinga hjá þjónustumiðstöð Tryggingastofnunar í síma 560 4460, grænt númer 800 6044 og umboðsmönnum um land allt. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið  tr@tr.is eða senda beiðni um endurgreiðslusamning á  Mínum síðum  á tr.is.

Starfsfólk þjónustumiðstöðvar Tryggingastofnunar og umboðsmenn stofnunarinnar utan Reykjavíkur taka við beiðnum um endurgreiðslu en afgreiðsla beiðna er á forræði fjárreiðudeildar.

Síða yfirfarin/breytt 21.12.2016

 

Til baka

Ellilífeyrir

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica