Eftirlit – Samanburður á tekjuáætlun og staðgreiðsluskrá.

Samanburður á tekjuáætlun og staðgreiðsluskrá fer fram allt árið.

Tryggingastofnun fær upplýsingar um staðgreiðsluskyldar tekjur lífeyris- og bótaþega u.þ.b. tveimur mánuðum eftir á. Það þýðir t.d. að í júní liggja fyrir staðgreiðsluupplýsingar fyrir apríl.

Tryggingastofnun ber þessar upplýsingar úr staðgreiðsluskrá saman við úrtak af  tekjuáætlunum lífeyrisþega nokkrum sinnum yfir árið í eftirlitsskyni. Ef misræmi á milli upplýsinga úr staðgreiðsluskrá  og tekjuáætlun kemur í ljós er tekjuáætlunin leiðrétt samkvæmt upplýsingum úr staðgreiðsluskrá og lífeyrisþega send ný greiðsluáætlun.

Þetta eftirlit nær hvorki til fjármagnstekna né annarra tekna sem ekki eru staðgreiðsluskyldar þar sem upplýsingar um þær liggja ekki fyrir fyrr en um áramót.

Til baka

Ellilífeyrir

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica