Áramót

Um áramót eru tekju- og greiðsluáætlanir birtar inn á Mínum síðum eða sendar á pappír til þeirra sem þess óska.  

  •  Á Mínum síðum á tr.is er nú hægt að skoða tillögu að tekjuáætlun fyrir árið 2018 og breyta ef þörf er á. 
  • Tillaga að tekjuáætlun er byggð á upplýsingum úr staðgreiðsluskrá ríkisskattstjóra eða þeirri tekjuáætlun sem lífeyrisþegar hafa sjálfir skilað til að tilkynna um breyttar aðstæður.
  • Lífeyrisþegar bera ábyrgð á að yfirfara tillöguna sem kemur frá Tryggingastofnun og leiðrétta ef þeir telja ástæðu til. 
  • Greiðsluáætlun byggir á upplýsingunum sem koma fram í tillögu að tekjuáætlun. Ef lífeyrisþegar breyta tekjuáætlun fá þeir senda nýja greiðsluáætlun sem miðast við nýjar upplýsingar. Hægt er að leiðrétta tekjuáætlun oft á ári.
  •  Þeir sem fá greiðsluáætlun senda á pappír er bent á að geyma hana á vísum stað.
Síða yfirfarin/breytt 17.01.2019
Til baka

Ellilífeyrir

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica