Fara beint í efnið

Maka- og umönnunarbætur

Umsókn um maka- og umönnunarbætur

Maka- og umönnunarbótum er ætlað að koma til móts við tekjutap einstaklings sem þarf að minnka við sig vinnu eða hætta að vinna vegna umönnunar maka eða annars heimilismanns.

Almennar upplýsingar

Þú getur sótt um maka- og umönnunarbætur ef þú hefur:

  • þurft að lækka starfshlutfall,

  • hætt vinnu vegna umönnunar,

  • orðið fyrir tekjutapi vegna umönnunar.

Einstaklingurinn sem fær umönnun verður að fá greiddan:

  • endurhæfingalífeyri,

  • örorkulífeyri eða örorkustyrk,

  • ellilífeyri.

    Umsóknir eru samþykktar í hámark 1 ár í senn.

Skilyrði

Einstaklingur sem sér um umönnun þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • vera eini umönnunaraðili einstaklings,

  • skráð/ur á sama lögheimili (sama íbúðarnúmer) og sá sem þarfnast umönnunar,

  • má ekki hafa lífeyrisgreiðslur frá TR,

  • verður að geta sýnt fram á að tekjur hafi lækkað eða fallið niður vegna umönnunar,

  • umönnun þarf að fara fram á Íslandi,

  • samanlagðar tekjur ásamt maka- og umönnunarbótum þurfa að vera lægri en 765.431 króna fyrir skatt á mánuði.

Fjárhæð maka- og umönnunarbóta

Upphæðin er 211.859 krónur á mánuði.

Atvinnutekjur og maka- og umönnunarbætur verða samtals að vera lægri en 765.431 króna fyrir skatt á mánuði en það viðmið er þegar réttindi til ellilífeyris hjá TR falla niður.

Réttur fellur niður eða réttur ekki til staðar

Réttur til maka- og umönnunargreiðslna fellur niður eða er ekki til staðar ef umsækjandi:

  • verður lífeyrisþegi,

  • fær greiðslur úr lífeyrissjóði,

  • er með atvinnuleysisbætur,

  • er í fullu námi,

  • er ekki með sama lögheimili og sá sem þarfnast umönnunar,

  • getur ekki sýnt fram á tekjumissi,

  • er með tekjur sem fara yfir viðmiðunarmörk.

    Auk þess má aðilinn sem þarfnast umönnunar ekki:

  • vera með NPA samning í gildi,

  • vera í dagvistun á dagvinnutíma.

Umsókn um maka- og umönnunarbætur

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun