Maka- og umönnunarbætur eru ætlaðar þeim sem annast maka sinn eða annan aðila sem heldur heimili með lífeyrisþeganum (þarf að vera heimilismaður) samkvæmt reglum nr. 407/2002 um maka- og umönnunarbætur og reglugerð nr. 1253/2016.
Skilyrði fyrir þessum greiðslum er að sá sem þarfnast umönnunar hafi lífeyrisgreiðslur frá TR, s.s. elli-, örorku- eða endurhæfingarlífeyri. Ekki er réttur á maka- og umönnunarbótum ef umsækjandi (umönnunaraðili) hefur lífeyrisgreiðslur.
Maka- og umönnunarbótum er ætlað að bæta tekjumissi vegna lækkaðs starfshlutfalls umönnunaraðila þegar lífeyrisþegi þarf umönnun við daglegt líf. Því þarf að skila inn gögnum sem sýna fram á tekjumissi.
Fylgiskjöl með umsókn:
- Læknisvottorð sem tilgreinir umönnunarþörf lífeyrisþega við daglegt líf
- Staðfesting um lækkað starfshlutfall eða starfslok umönnunaraðila
- Launaseðla síðustu þrjá mánuði fyrir dagsetningu umsóknar
- Ef um lækkun á endurreiknuðu endurgjaldi er að ræða þarf staðfestingu frá Skattinum
- Staðfesting frá Skattinum um tekjuleysi ef það á við. Dagsetning þarf að vera sú sama og á umsókninni
- Staðfest skattframtal umsækjanda