Barnalífeyrir

Barnalífeyrir er greiddur með börnum yngri en 18 ára, ef annað hvort foreldra er látið eða er elli-, örorku- eða endurhæfingarlífeyrisþegi.

  • Barnalífeyrir er 39.696 kr. á mánuði með hverju barn
  • Séu báðir foreldrar látnir eða eru lífeyrisþegar skal greiddur tvöfaldur barnalífeyrir
  • Stjúpbörn og kjörbörn hafa sömu réttarstöðu en barnalífeyrir er ekki greiddur ef barnið á framfærsluskylt foreldri á lífi
  • TR greiðir barnalífeyri þegar staðfesting liggur fyrir um að barn verði ekki feðrað
  • Barnalífeyrir er greiddur ef barn er getið með tæknifrjóvgun. Staðfesting frá viðeigandi stofnun þarf að fylgja með umsókn
  • Foreldri sem afplánar dóm getur fengið barnalífeyri ef vistun hefur varað að minnsta kosti þrjá mánuði
  • Barnalífeyrir greiðist foreldrum eða þeim sem annast framfærslu barnanna

Falli greiðslur ellilífeyris niður vegna tekna falla greiðslur barnalífeyris einnig niður.

Greiðsla barnalífeyris er háð því að annað hvort foreldra þess eða barnið sjálft hafi búið hér á landi a.m.k. þrjú síðustu árin áður en umsókn er lögð fram.