Sjúkrahús

Lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun falla niður þegar dvöl á sjúkrahúsi hefur náð samtals 6 mánuðum (180 dögum) á undanförnum 12 mánuðum. Þar af verður dvölin að hafa verið samfelld í 30 daga við lok tímabilsins.

Ráðstöfunarfé

Þegar greiðslur hafa fallið niður er heimilt að greiða ráðstöfunarfé. Ekki þarf að skila inn umsókn.

  • Ráðstöfunarfé er að hámarki 92.406 kr. á mánuði
  • Reiknað er út frá tekjum á fyrirliggjandi tekjuáætlun hjá Tryggingastofnun
  • Greiðslur falla niður þegar tekjur ná 142.163 kr. á mánuði fyrir skatt
  • Allar skattskyldar tekjur, þ.m.t. lífeyrissjóðs- og fjármagnstekjur hafa áhrif
  • Séreignarlífeyrissparnaður, greiðslur frá félagsmálastofnun og sveitarfélögum hafa ekki áhrif
  • Ráðstöfunarfé er endurreiknað þegar staðfest skattframtal liggur fyrir

Framlenging lífeyrisgreiðslna

Hægt er að sækja um framlengingu lífeyrisgreiðslna eftir að þær hafa fallið niður. Við mat á umsókn er litið til þess hvort framlenging sé nauðsynleg vegna afborgana eða annars rekstrarkostnaðar íbúðarhúsnæðis umsækjanda. Heimilt er að sækja um framlengingu í allt að þrjá mánuði í senn. Alls er framlengt að hámarki um sex mánuði. Umsókn er að finna hér.

  • Sækja skal um framlengingu innan sex mánaða frá því greiðslur féllu niður
  • Skila þarf inn umsókn ásamt gögnum sem staðfesta húsnæðiskostnað
  • Ekki er heimilt að greiða maka umsækjanda heimilisuppbót fyrir sama tímabil og framlenging nær til
  • Félagsráðgjafar og aðrir starfsmenn á viðkomandi sjúkrastofnun veita aðstoð við að sækja um framlengingu

Dagpeningar utan stofnunar

Þegar lífeyrisgreiðslur hafa fallið niður er heimilt að greiða dagpeninga fyrir hvern sólarhring sem dvalist er utan stofnunar án þess að útskrifast. Umsókn er að finna hér.

  • Dagpeningar utan stofnunar eru 4.488 kr. pr./sólarhring
  • Til að eiga rétt á dagpeningum utan stofnunar þarf umsækjandi að fá greitt ráðstöfunarfé frá Tryggingastofnun
  • Greitt er að hámarki fyrir 8 sólarhringa á mánuði
  • Starfsmenn viðkomandi stofnunar sækja um dagpeninga fyrir umsækjanda 
  • Dagpeningar eru endurreiknaðir þegar staðfest skattframtal liggur fyrir

Spurt og svarað

Við afgreiðslu umsókna er litið á tekjur, eignir og skuldastöðu umsækjanda og maka hans eftir atvikum. Einkum er litið til þess hvort framlenging sé nauðsynleg vegna afborgana eða annars rekstrarkostnaðar íbúðarhúsnæðis.

Maki þess sem hættir að fá lífeyrisgreiðslur getur sótt um heimilisuppbót. Skilyrði fyrir því er að makinn fái lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun og búi einn. Nánari upplýsingar um heimilisuppbót er að finna hér.