Að fresta töku ellilífeyris
Almennt myndast réttur á ellilífeyri við 67 ára aldur. Ef töku ellilífeyris er frestað fram yfir 67 ára aldur hækkar réttur til greiðslna varanlega. Sama gildir um greiðslur heimilisuppbótar en þeir sem eru einhleypir og búa einir geta átt rétt á henni.
Fæddir 1952 eða síðar
Heimild til að fresta töku lífeyris er til allt að 80 ára aldurs hjá þeim sem fæddir eru árið 1952 eða síðar. Hækkun er byggð á tryggingafræðilegum grunni.
Fæddir 1951 eða fyrr
Heimild til að fresta töku lífeyris er til allt að 72 ára aldurs hjá þeim sem fæddir eru árið 1951 eða fyrr. Hækkun nemur 0,5% fyrir hvern frestaðan mánuð eða að hámarki 30%.
Fjárhæð ellilífeyris er hækkuð eftir að greiðslur hafa verið reiknaðar út.
Hægt er að skoða hvernig það kemur út að seinka greiðslum í reiknivélinni hér.
Fylgiskjöl með umsókn
Með umsókn þarf að skila inn eftirtöldum gögnum:
- Staðfestingu þar sem fram kemur frá og með hvaða tíma greiðslur hefjast hjá þínum lífeyrissjóðum
- Tekjuáætlun þar sem fram koma áætlaðar atvinnu-, lífeyrissjóðs- og fjármagnstekjur, eftir því sem við á
Hægt er að skila inn öllum gögnum í gegnum Mínar síður.