Tryggingastofnun

Auglýst störf

Þjónustufulltrúi 

Áhugavert og fjölbreytt starf í þjónustuveri fyrir einstakling með framúrskarandi samskiptafærni og áhuga á velferðarmálum. 

Helstu verkefni og ábyrgð
- Samskipti við viðskiptavini í afgreiðslu, síma og tölvupósti
- Greining erinda og upplýsingagjöf
- Ráðgjöf um réttindi almannatrygginga

Hæfnikröfur
- BA/BS próf í félagsráðgjöf, félagsfræði, sálfræði eða annari háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Starfsreynsla í samtalstækni eða störfum í þjónustuveri kostur
- Góð þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum 
- Góð almenn tölvukunnátta
- Góð íslensku og enskukunnátta

Sótt er um starfið af Starfatorgi þar eru einnig frekari upplýsingar
Vefstjóri

Tryggingastofnun óskar eftir að ráða vefstjóra til þess að sjá um vefinn tr.is og Mínar síður á tr.is sem er rafræn þjónusta fyrir viðskiptavini. Jafnframt felur starfið í sér þátttöku í kynningarmálum m.a. að taka þátt í kynningarfundum, setja efni á facebook og fleira. Um er að ræða lifandi og skapandi starf fyrir aðila sem hefur áhuga á málaflokkum stofnunarinnar. 

Helstu verkefni og ábyrgð
- Vefumsjón og þróun vefsins
- Umsjón með Mínum síðum og þróun þeirra 
- Framsetning efnis og textagerð 
- Kynningarfundir og samskipti við viðskiptavini 

Hæfnikröfur
- Menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af vefumsjón er nauðsynleg 
- Góð íslensku og enskukunnátta. 
- Hæfni í að koma fram og miðla upplýsingum 
- Mjög góð færni í mannlegum samskiptum. 
- Metnaður, frumkvæði og hugmyndaauðgi 
- Áhugi á málaflokkum stofnunarinnar 

Sótt er um starfið af Starfatorgi þar eru einnig frekari upplýsingar