Tryggingastofnun

Reiknivél lífeyris

Bráðabirgðareiknivél vegna breytinga á lögum um almannatryggingar sem taka gildi þann 1. janúar 2017. 

Leiðbeiningar um áætlaðar greiðslur

Með reiknivélinni er hægt að reikna út áætlaðar greiðslur frá stofnuninni miðað við innslegnar forsendur. Hægt er að velja um að setja upphæðir inn á árs- eða mánaðargrundvelli.

Smelltu  á myndina til að fara á reiknivél lífeyris 2016.

Reiknivél lífeyris

Vinsamlegast athugið að reiknivélin gefur ekki bindandi niðurstöður og er einungis til leiðbeiningar um hugsanlegar greiðslur.

Með upphæðum fyrir janúar - desember 2016

Breytingar sem urðu í janúar 2016:

  • Bætur hækkuðu um 9,7%.

Ef þú ert lífeyrisþegi getur þú einnig notað Mínar síður til að fá yfirlit yfir áætlaðar greiðslur.

Athugið:

 Í útreikningi er ekki tekið tillit til frítekjumarks fjármagnstekna hjá skattinum. Ástæðurnar eru nokkrar og þær helstu eru eftirfarandi:

  • Frítekjumörk á fjármagnstekjur eru mismunandi eftir eðli fjármagnstekna. Þannig er 100.000 króna frítekjumark á vaxtatekjur á mann á ári, en 30% vegna leigutekna manna af íbúðarhúsnæði. Frítekjumark gildir ekki um arð, söluhagnað og leigutekjur af öðru en íbúðarhúsnæði.
  • Fjármagnstekjuskattur er staðgreiddur af öllum staðgreiðsluskyldum fjármagnstekjum, en endurreiknaður við álagningu og endurgreiddur af skattinum þar sem það á við.

Tekið skal fram að frítekjumörk fjármagnstekna hjá skattinum hafa ekki áhrif við útreikning lífeyris og bóta hjá Tryggingastofnun. Þar gildir 98.640 kr. frítekjumark á mann á ári sem dregið er af heildarfjármagnstekjum fyrir skatt.

Síða yfirfarin/breytt 29.12.2014

 

Til baka

Var efnið hjálplegt? Nei










Þetta vefsvæði byggir á Eplica