Hef ég þá rétt á ráðstöfunarfé?

Einstaklingar inni á sjúkrastofnun eða vistheimili geta átt rétt á ráðstöfunarfé, en það er tekjutengt.

Fullt  ráðstöfunarfé frá 1. janúar 2016 eru 58.529 kr. á mánuði. Það er tekjutengt og er reiknað út og greitt á grundvelli tekjuáætlunar. 65% af tekjum koma til lækkunar á ráðstöfunarfé.  Ár hvert, að lokinni álagningu skattyfirvalda, er það endurreiknað á sama hátt og lífeyrir.

Ekki þarf að sækja sérstaklega um ráðstöfunarfé. Sömu reglur varðandi viðmiðunartekjur gilda um ráðstöfunarfé og um ellilífeyri.

Ráðstöfunarfé fellur niður: 

  • Þegar tekjur eru yfir 90.045 kr. á mánuði.
  • Þegar einstaklingur öðlast aftur rétt til elli/örorkulífeyris við útskrift af heimili.
  • Þegar greiðsluþegi andast.

Síða yfirfarin/breytt 29.12.2015