Hverjir eiga rétt á mæðra og feðralaunum?

Mæðra- og feðralaun eru greiðslur sem einstæðir foreldrar búsettir á Íslandi geta fengið ef þau hafa á framfæri 2 börn eða fleiri sem eru undir 18 ára.

Fjárhæðir í gildi frá 1. janúar 2016:

  • Með 2 börnum er greitt 8.531 kr. á mánuði eða 102.372 kr.  á ári
  • Með 3 börnum eða fleiri er greitt 22.180 kr. á mánuði eða 266.160 kr. á ári

Mæðra/Feðralaun falla niður ef:

  • sambúð með öðrum aðila en foreldri barns hefur varað í eitt ár
  • ef tekin er upp sambúð með foreldri barnanna eða fyrrverandi sambýlisaðila
  • að sambúðarfólk eignist barn saman, þó að sambúðin hafi ekki varað í eitt ár
  • ef viðtakandi greiðslna gengur í hjónaband
  • ef viðtakandi greiðslna flytur úr landi
  • ef foreldrar hafa sama lögheimili

 

Síða yfirfarin og breytt 29.12.2015