Hafa allar tekjur áhrif á greiðslur?

Samanlagðar tekjur  hvort sem eru atvinnutekjur, lífeyrissjóðstekjur og fjármagnstekjur hafa áhrif á réttindi umfram kr. 25 þús. á mánuði (frítekjumark).

Tekjur umfram 25 þús. kr. á mánuði lækka greiðslur um 45%.

Dæmi:  Heildartekjur eru 125.000 kr. á mánuði. Tekjur sem hafa ekki áhrif á ellilífeyri 25.000 kr. dragast frá -  eftir standa 100.000 kr. sem lækka um 45% eða 45.000 kr.

Þægilegt er að nota reiknivél lífeyris á tr.is til þess að átta sig á réttindum.


Síða yfirfarin/breytt 04.01.2017