Flutningur á milli landa

EESSI Verkefnið

Rafrænn flutningur á almannatryggingaupplýsingum
Electronic exchange of social security information (EESSI)


EESSI logoRafrænn flutningur á almannatryggingaupplýsingum sem á ensku hefur hlotið nafnið EESSI stendur fyrir Electronic exchange of social security information.  EESSI er sérstakt tölvukerfi sem Evrópusambandið er að láta hanna til að hægt verði að skiptast á almannatryggingaupplýsingum rafrænt á milli allra EES landa og Sviss. Ákvæði um rafrænan flutning á almannatryggingaupplýsingum er kveðið á um í nýrri EB reglugerð nr. 883/2004 um samræmingu almannatryggingakerfa sbr. framkvæmdarreglugerð EB nr. 987/2009 er tóku gildi hér á landi 1. júní 2012.   Kerfið kemur til með að auðvelda öllum tryggingastofnunum í Evrópu að skiptast á almannatryggingaupplýsingum sín á milli á rafrænu formi.  Kerfið er enn í vinnslu en áætlað er að það verði tekið í notkun 2016-2017. 

Tímasparnaður

Með þessu nýja kerfi verða umsóknir frá tryggingastofnunum og öðrum viðeigandi stofnunum sendar með rafrænum hætti á milli stofnana í stað þess að senda þær á pappírsformi.  Þannig næst mikill tímasparnaður og öryggi eykst í upplýsingaskiptum á milli landa. Umsóknarferlið verður þannig skilvirkara og þjónustan hraðvirkari sem hefur í för með sér að afgreiðslutími umsókna kemur til með að styttast heilmikið til hagsbóta fyrir almenning. 

Bótaflokkar

EESSI tölvukerfið mun ná til eftirfarandi flokka almannatrygginga:  sjúkrabætur, bætur til mæðra vegna meðgöngu og fæðingar og jafngildar bætur feðra, elli- og örorkubætur, eftirlifendabætur, bætur  vegna vinnuslysa- og atvinnusjúkdóma, styrkir vegna andláts, atvinnuleysisbætur, bætur sem veittar eru áður en eftirlaunaaldri er náð svo og fjölskyldu- og barnabætur.

Stofnanir sem eru tilnefndar

Stofnanir sem koma til með að senda umsóknir og upplýsingar í EESSI kerfinu geta því verið  Tryggingastofnun, Sjúkratryggingar Íslands, Vinnumálastofnun og Ríkisskattstjóri en þetta eru þær stofnanir sem sjá um þessa fyrrnefndu bótaflokka sem áður voru nefndir hér að ofan.

Tímarammi

Stefnt er að því að EESSI tölvukerfið verði allt rafrænt en samt verði gefin út nokkur pappírsvottorð sem kallast  PD skjöl (portable documents). PD skjöl eru afhent einstaklingum og með þeim er staðfest réttindaákvörðun t.d. undir hvaða almannatryggingalöggjöf viðkomandi einstaklingur fellur, hvar viðkomandi er sjúkratryggður,  lífeyrisþegi, atvinnuleysisbótaþegi o.s.frv.   Algengustu PD vottorðin eru : A 1 (útgefið af Tryggingastofnun) S1og  S2 (útgefið af Sjúkratryggingum Íslands) U1 og U2 (útgefið af Vinnumálastofnun).  Þessi PD vottorð eru gefin út fyrir einstaklinginn sjálfan til að hafa með sér vegna flutninga á milli landa en stofnanirnar koma til með að senda SED eyðublöð (Structured Electronic Documents ) sín á milli. 

Umsóknir frá einstaklingum eru ekki enn orðnar allar rafrænar en þó má finna nokkrar þeirra inn á vef TR undir heitinu  Mínar síður.  EESSI kerfið er eingöngu hugsað fyrir stofnanir til að senda almannatryggingaupplýsingar sín á milli, þannig að einstaklingar snúa sér ávallt til viðeigandi stofnunar í sínu búsetulandi til að sækja um réttindi innan EES/EFTA svæðis.

Hér fyrir neðan er linkur á heimasíðu EU Social Security Coordination, þar er hægt að kynna sér hin ýmsu réttindi varðandi bótaflokka.

Eu Social Security Coordination

 

 

EESSI verkefnið hjá TR er styrkt af Evrópusambandinu.

Fáni Evrópusambandsins

 


Til baka

Var efnið hjálplegt? Nei


Þetta vefsvæði byggir á Eplica